Málþing Máltækniseturs, Íslenskrar málnefndar og META-NORD


Þann 27. apríl 2012 standa Máltæknisetur, Íslensk málnefnd og META-NORD fyrir málþinginu Máltækni fyrir alla. Fer þingið fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Heiti ráðstefnunnar vísar annars vegar til þess að stefna Íslenskrar málnefndar er sú að máltækni verði aðgengileg öllum, og eins til þess að þingið sjálft á erindi til allra sem einhvern áhuga hafa á máltækni, hvort sem það eru fræðimenn, kennarar, nemendur, fyrirtæki eða aðrir.

Aðgangur er öllum opinn.