Máltækniskýrsla

Einn þáttur verkefnisins META-NORD fólst í því að semja skýrslur (Language Reports, Language Whitepapers) um stöðu tungumála og máltækni í einstökum Evrópulöndum. Skýrslunum var ætlað að vera bæði á viðkomandi tungumáli og ensku. Í þeim er gerð grein fyrir


  • málsamfélaginu og hlutverki málsins í því
  • máltæknirannsóknum og máltækniiðnaði í landinu
  • hlutverki máltækniafurða og máltækniþjónustu í landinu
  • lagalegum atriðum varðandi máltækni s.s. höfundarréttarmálumÍslenska skýrslan er þessa stundina í prentun og verður hún kynnt nánar á ráðstefnuninni. Hins vegar er nú þegar hægt að nálgast pdf útgáfu af henni hérna.

     Umsagnir um skýrsluna

Að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi án þess að afsala sér eigin tungumáli eru sjálfsögð mannréttindi sem einungis þróun máltækni getur tryggt. Þetta, ásamt greinagóðri úttekt á veikri stöðu íslenskrar máltækni gagnvart öðrum Evrópumálum, er ákall skýrslunnar um víðtækar aðgerðir á þessu sviði. 

(To be able to participate in the digital society without giving up one's language is a human right which can only be secured by the development of language technology. This, together with a comprehensive overview of the weak status of language technology for Icelandic compared to other European languages, is the basis for the report's call to action in this field.)

Hannes Högni Vilhjálmsson, Ph.D., dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík


Þetta er frábært yfirlit um núverandi stöðu máltækni í Evrópu. Þetta er ákall um aðgerðir, beint til áhrifamanna í löndum sem vilja að landsmenn taki þátt í 21. öldinni á jafnréttisgrundvelli við þá sem eiga ensku að móðurmáli. 

(This is an excellent overview of the current state of language technology in Europe. This is a call to action for decision makers in countries that want their citizens to participate in the 21st century on equal footing with native English speakers.)

Helga Waage, stofnandi og tæknistjóri Mobilitus


Þessi frábæra skýrsla varpar skýru ljósi á hversu mikilvægt og brýnt það er að koma upp öflugum tæknilegum stuðningi við evrópsk tungumál. 

(This excellent report clearly illustrates the importance and urgency of strong technological support for European languages.)

Jón Eðvald Vignisson, tæknistjóri Clara
Vinnunni við gerð META-NORD-skýrslnanna og frumniðurstöðum er lýst í greininni The META-NORD language reports og gerð er frekari grein fyrir niðurstöðum allra META-NET skýrslnanna í erindinu The META-NET Whitepaper Series on European Languages . Einnig er hér hægt að horfa á kynningu Andrejs Vasiljevs á skýrslunum á META-FORUM:  1. hluti - 2. hluti.