Almennar upplýsingar


Hvar fer málþingið fram?
Í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.
Hér er kort af byggingunni.
Og hér er kort af háskólasvæðinu.

Klukkan hvað?
Málþingið hefst klukkan 13.00 og lýkur klukkan 16.45 Sjá nánari upplýsingar á dagskrársíðunni.

Hverjir standa að málþinginu?
Þrír aðilar standa að þinginu:

Máltæknisetur

Máltæknisetur (The Icelandic Centre for Language Technology (ICLT) á ensku) var stofnað þann 15. júní, 2005. Það á rætur sínar að rekja til tungutækniverkefnis menntamálaráðuneytisins (2000-2004).  Máltæknisetur er samstarfsvettvangur eftirtalinna stofnana um rannsóknir, þróun og kennslu í máltækni: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og orðfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Aðrar háskólastofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir, þróun eða kennslu í máltækni geta óskað eftir aðild að setrinu.


META-NORD

META-NORD er samstarfsverkefni Norðurlanda og Eystrasaltslanda sem Máltæknisetur tekur þátt í fyrir hönd Íslands. Þetta er tveggja ára verkefni sem hófst 1. Febrúar 2011 og er hluti af META-NET sem tekur til allra ríkja Evrópusambandsins og tengdra ríkja. Verkefnin eru styrkt af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og stefnumótaráætlun sambandsins á sviði upplýsingatækni (ICT Policy Support Programme). 


Íslensk málnefnd

Íslensk málnefnd var stofnuð 1964. Hlutverk hennar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin getur átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem betur má fara við meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi. Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum og ráðherra gefur út. Grundvallarbreytingar á ritreglum eru háðar samþykki ráðherra.